Ertu 20 ára eða eldri?

Ég er 20 ára eða eldriÉg er yngri en 20 ára
Þú hefur ekki aldur til að fara inn á þessa síðu. Áfengisaldur miðast við 20 ára og eldri.
Fara tilbaka

Carlsberg á Íslandi

Bruggaður á Íslandi

Carlsberg á sér langa og merkilega sögu enda eru 176 ár síðan fyrsti Carlsberginn var bruggaður. Bjórgerið „Saccharomyces Carlsbergensis“ var fundið upp af J.C Jacobsen sem tryggir stöðuleika og jafnvægi í bragði. Ekki nóg með að hafa eingöngu fundið það upp gerði hann uppskriftina opinbera fyrir alla og lagði þar með undirstöðuna fyrir lager bjórana sem framleiddir eru í dag.

Traustsins verður í yfir 20 ár

Vissir þú?

J. C Jacobsen, ungur danskur bruggmeistari og vísindamaður, hóf að bugga bjór í bakgarðinum sínum í Kaupmannahöfn. Árið 1847 byggði hann bruggverksmiðju á einu hæðinni í Danmörku og nefni hana eftir syni sínum, Carl, og danska orðinu yfir hæð “bjerg” og þannig varð Carlsberg til.

Carlsberg eru stoltir af dönskum uppruna sínum og eru stöðugt að leita leiða við að skara fram úr– allt frá gæðum bjórsins og glassins sem hann er borinn fram í, til sjálfbærra umbúða og markaðsaðgerða.

Staðfesta fyrirtækisins í að bæta stöðugt bjórinn og framtíðina er það sem gerir Carlsberg að “líklega besta bjór í heimi”.

Carlsberg trúir að með betri bjór sé hægt að búa til betri heim. Carlsberg stofnunin setur því 30% af hagnaði sínum í verkefni á sviði vísinda, lista og sjálfbærnimála.

Carlsberg er pilsnerbjór með einstakan karakter þar sem notast er við pilsner malt, fínofna blöndu af gæða humlum og 'Saccharomyces Carlsbergensis’ geri til að tryggja stöðugleika og jafnvægi í bragði. Bjórinn er einstaklega frískandi með djúpum maltkeim, ávaxtakenndum humlum og mjúkri beiskju.

Carlsberg fann upp bjórgerið „Saccharomyces Carlsbergensis“ sem er undirstaðan í öllum lagerbjór sem framleiddur er í heiminum í dag.

Carlsberg er í dag framleiddur á Íslandi. Uppskriftinni var breytt fyrir nokkrum árum og færður úr 4,5% vökva í 5% vökva. Okkar trú er sú að vökvinn sé í dag mun betri heldur en hann var fyrir nokkrum árum síðan.